Andlitsnálastungur/andlitslyfting
Meðferðin fer þannig fram að nálum er stungið rétt undir yfirborð húðar í andliti með það fyrir augum að örva blóð og chi flæði til andlitsins. Meðferðin er sársaukalaus þó að vera megi að svíði undan einstaka stungu stutta stund.
Andlitsnálastungur eru raunhæfur kostur í stað skurðaðgerðar, botox eða ávaxtasýrumeðferðar, að auki er engra lyfja þörf, engar aukaverkanir fylgja, engir skurðir, en árangurinn leynir sér ekki og þær eru margfalt ódýrari en skurðaðgerð!
Fólki er ráðlagt að koma vikulega í tíu til tólf skipti til að ná sem bestum árangri og koma síðan á eins til tveggja mánaða fresti til að viðhalda árangrinum. Þeir sem ekki hafa tök á því að koma vikulega láta lengri tíma líða á milli meðferða, ná engu að síður árangri, þó hann verði ekki eins hraður né mikill. Þá er tilvalið að fara í andlitsnálastungur þegar mikið stendur til og fólk vill líta sérlega vel út.
Þess ber einnig að geta að margir nefna að meðferðin hafi ráðið bót á svefnleysi, örvað vökvalosun og meltingu og hjálpað til við þyngdarstjórnun.
Sjá verðskrá fyrir verð.