Um mig

Ég er alin upp í Reykjavík í Hlíðunum á þeim tíma þegar haldin var áramótabrenna á Klambratúni. Þar sem nú stendur hús 365 fjölmiðla var órækt full af njóla. Þar var kjörbúð og fiskbúð og ég var send til að kaupa þverskorna ýsu sem var pakkað inn í gömul dagblöð. Bakarinn seldi fransbrauð, normalbrauð, heilhveitibrauð og rúgbrauð og í mjólkurbúðinni var hægt að fá hyrnu af súrmjólk með jarðaberjabragði. Við sippuðum, fórum í teygjó, bófaleik, hjóluðum og vorum frjáls.

Ég hef lagt ýmislegt fyrir mig í gegnum tíðina. Hef alltaf haft mikið yndi af náttúrunni og dýrum, er bæði gamall búfræðingur frá Hvanneyri og garðyrkjufræðingur frá Reykjum í Hveragerði.

Að skilja samband mannsins við jörðina og aðra íbúa hennar er fyrir mér partur af því að skilja tilvist mannsins. Í kínverskri heimspeki fara þessir þættir ávalt saman, maðurinn er ávalt skoðaður sem partur af sínu umhverfi þar sem veður, árstíðarskipti himintungl og margt fleira vefur sig leynt og ljóst inní tilveru hans.

Starfið

Ég hef unnið við nálastungur frá 1995 en þá útskrifaðist ég frá College of Oriental Medicine í Bretlandi, en þá hafði ég einnig lært nálastungumeðferð á börnum í London School of Acupunctur