Bakverkir

Bakverkir

Þó nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif nálastungna á bakverki og langar mig að segja ykkur hér frá niðurstöðum tveggja þeirra ef vera kynni að niðurstöðurnar gagnist þeim sem enn tvístíga í óvissu um gagnsemi nálastungumeðferða. Í Háskólanum í Mayland í US voru gerðar tuttugu og tvær sjálfstæðar rannsóknir á nálastungumeðferðum við bakverkjum, sem framkvæmdar voru víðsvegar um veröldina. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa, einn fékk raunverulega nálastungumeðferð, í öðrum voru notaðar eftirlíkingar af nálum sem ekki var stungið í líkamann og í þriðja hópnum var stungið, víðsvegar um líkamann, en aldrei í nálastungupunkta.

Eric Manheimer, sá sem fór fyrir rannsókninni, telur að þegar þekking og nálastungur fara saman sé um ótvíræðan árangur að ræða en í þessum tilteknu rannsóknum var þátttakendum fylgt eftir í stuttan tíma eftir að rannsókn lauk og því ekki fylgst með langvarandi áhrifum meðferðarinnar. Í annari rannsókn, sem gerð var í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, var þátttakendum fylgt eftir í hálft ár og niðurstöðurnar urðu þær að nálastungumeðferð hafi langvarandi áhrif á bakverki. Í þessari könnun voru þátttakendur fimmtíu og stóð rannsóknin yfir í sex mánuði. Fólkinu var skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn fékk raunverulega meðferð en hinn hópurinn var plataður líkt og í rannsókninni hér á undan. Í átta vikur fengu báðir hóparnir meðferð einu sinni í viku, níunda meðferðin var gefin tveimur mánuðum eftir að átta vikunum lauk en tíunda meðferðin, og sú síðasta, mánuði eftir þá níundu.

Eftir að meðferð hætti var fylgst með fólkinu á eins, þriggja og sex mánaða fresti. Fjórtán af þeim tuttugu og fimm sem voru í hópnum, sem fékk raunverulega meðferð, höfðu verið óvinnufærir vegna bakverkja, sex þeirra unnu nú 100% starf og notkun verkjalyfja hafði stórlega minnkað innan hópsins. Eins og kemur fram í báðum könnununum skiptir máli að kunnátta og þekking haldist hönd í hönd svo árangurinn sé sem mestur.

Yin, Yang og Chi

Yin, Yang og Chi

Yin og Yang
Yin og Yang er upphaf alls. Kyrrstaða er ekki til og allt fylgir ákveðinni hringrás. Það má líkja Yang við sól, útþenslu, dag, hita en Yin er andstæðan; nótt, kuldi, stilla. Þau eru óaðskiljanleg og hvorugt er hinu mikilvægara, þau eru til staðar í öllu, á stöðugri hreyfingu og í dínamísku jafnvægi.
Eins og dagur sem líður inn í nóttina og sólarljós sem lýsir upp skugga. Ef Yin verður of veikt verður Yang of sterkt og getur t.d. valdið höfuðverkjum, háum blóðþrýstingi, útbrotum, stressi, svefnleysi og kvíða. Ef Yin verður of sterkt verður Yang of veikt og getur valdið slímmyndun, vökvasöfnun, sleni, kulda og þyngslum í fótleggjum. Alltaf fara þau saman þessi tvö og það er aðeins á dauðastundinni sem þau skiljast að.
 
Chi er orka
 
Chi er orka, lífsorkan, og finnst allsstaðar þar sem Yin mætir Yang og himinn mætir jörð. Þetta er krafturinn sem heldur himintunglunum, blóðinu og líkamanum á hreyfingu.
Þú sérð Chi í þrótti fólks og þegar Chi í mat og drykk er gott er maturinn bragðmikill með sterkan lit og skilar til líkamans góðu Chi. Þeir sem búa yfir góðu Chi eiga auðvelt með að koma sér að verki og vinnast verkin vel. En við fáum ekki chi aðeins úr því sem við borðum heldur líka úr loftinu sem við öndum að okkur og sum part úr orkunni í nýrunum. Í samskiptum gengur Chi á milli manna og maturinn sem við borðum bragðast af Chi kokksins. Skortur eða stöðnun á Chi getur lýst sér í offitu, æxlum, blöðrum á eggjastokkum, hand- og fótkulda, almennri deyfð og ýmsu fleiru.

Árstíðaskipti

Árstíðaskipti

Árstíðaskipti eru framundan, þau eiga sér stað fjórum sinnum á ári. Síðustu árstíðaskipti hófust 20. október og enda átján dögum seinna þann 7. nóvember. Þetta er sá tími sem það tekur jörðina og himinhvolið að skipta endanlega úr einni árstíð yfir í aðra. Nú skiptir frá hausti yfir í vetur, það er því gott að koma einu sinni á þessu átján daga tímabil í fyrirbyggjandi nálastungumeðferð til að minnka líkurnar á veikindum yfir veturinn.

Fyrirbyggjandi meðferðir hafa verið stundaðar í u.þ.b. 4600 ár, en í Kína var lögð mikil áhersla á að komast hjá sjúkdómum og þar þótti full seint að byrja að huga að heilsunni þegar fólk var orðið veikt. En eins og segir í Neijing – það er eins og að byrja að grafa fyrir brunni eftir að þú ert orðinn þyrstur.

Í gamla Kína var einn læknir sem sá um íbúa hvers þorps, þorpsbúarnir sáu lækninum svo fyrir nauðsynjum og öllu því er honum vanhagaði um. Starf læknisins var fyrst og fremst að halda íbúunum heilbrigðum því ef einhver veiktist átti hann ekki gott með að sjá lækninum fyrir þörfum hans. Það var því alfarið í þágu læknisins að halda þorpsbúum hraustum og vinnufærum.

Mesti heiður hvers læknis var að fá stöðu hjá keisaranum en það gat kostað hann lífið ef keisarinn veiktist.

Yin Yang Li, almanak sólar og tungls

Ég hef sagt ykkur frá kínverska Yin Yang Li, almanaki sólar og tungls , þar sem spáð er fyrir um veður og eðli veikinda yfir árið. Núna fram að næstu árstíðarskiptum sem verða í febrúar má búast við að veikindi leggist á bringu með verkjum og bólgum, á bak, herðar og herðablöð ásamt verkjum í handleggjum. Svimi, sljóleiki og depurð vegna ójafnvægis í hjartaorku og hjartaverkir, sem eru afleiðing kulda og raka, gera tlíka vart við sig. Verkir í nára og baki sem hafa áhrif hvor á annað hafa tilhneigingu til að verða svo slæmir að erfitt er að beygja sig og rétta úr sér. Ýmiskonar meltingartruflanir eins og þaninn kviður, lystarleysi, niðurgangur, magaverkir, kuldi yfir kviðinn, eymsli í fótleggjum og gigt eru líka í kortunum.

Viðbrögð plánetanna mars og merkúr eru að þær skína skært!