Bakverkir
Bakverkir
Eric Manheimer, sá sem fór fyrir rannsókninni, telur að þegar þekking og nálastungur fara saman sé um ótvíræðan árangur að ræða en í þessum tilteknu rannsóknum var þátttakendum fylgt eftir í stuttan tíma eftir að rannsókn lauk og því ekki fylgst með langvarandi áhrifum meðferðarinnar. Í annari rannsókn, sem gerð var í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, var þátttakendum fylgt eftir í hálft ár og niðurstöðurnar urðu þær að nálastungumeðferð hafi langvarandi áhrif á bakverki. Í þessari könnun voru þátttakendur fimmtíu og stóð rannsóknin yfir í sex mánuði. Fólkinu var skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn fékk raunverulega meðferð en hinn hópurinn var plataður líkt og í rannsókninni hér á undan. Í átta vikur fengu báðir hóparnir meðferð einu sinni í viku, níunda meðferðin var gefin tveimur mánuðum eftir að átta vikunum lauk en tíunda meðferðin, og sú síðasta, mánuði eftir þá níundu.
Eftir að meðferð hætti var fylgst með fólkinu á eins, þriggja og sex mánaða fresti. Fjórtán af þeim tuttugu og fimm sem voru í hópnum, sem fékk raunverulega meðferð, höfðu verið óvinnufærir vegna bakverkja, sex þeirra unnu nú 100% starf og notkun verkjalyfja hafði stórlega minnkað innan hópsins. Eins og kemur fram í báðum könnununum skiptir máli að kunnátta og þekking haldist hönd í hönd svo árangurinn sé sem mestur.