Klassískar kínverskar nálastungur
Allt snýst þetta um orku, eða Chi eins og sagt er. Í Kína er litið á alla sköpun og efnisbirtingu hennar, að manninum meðtöldum, sem formbirtingu af Chi. Allt er orka á hreyfingu, jafnvel hinn þéttasti efnismassi. Á undanförnum áratugum hafa vísindarannsóknir hleypt stoðum undir kenninguna um hreyfingu orku í efnisheiminum.
Nýlega voru uppgötvaðar örsmáar brautir sem innihalda ljóseindir, prótein, stofnfrumur og DNA sem liggja samhliða æðum, sogæðum og taugum og fara um allan líkamann. Þessi uppgötvun varpar enn frekara ljósi á það, sem virtist mönnum ljóst í Kína fyrir mörg þúsund árum, að um líkamann liggja orkubrautir. Mannslíkaminn er knúinn áfram af lífsorku ,Chi, sem rennur um líkamann í orkubrautum og að hægt er að hafa áhrif á heilsu manna gegnum þessar orkubrautir með nálastungum.